Spáir naumum sigri Englandsmeistaranna

Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Charlton Athletic og Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni, telur að Englandsmeistarar Manchester City muni hafa nauman sigur gegn Leicester City um helgina.

Liðin mætast á King Power-vellinum í Leicester í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar klukkan 14 á laugardag.

Bollaleggingar Hollands má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is