Einn stærsti leikur tímabilsins (myndskeið)

Erkifjendurnir í Arsenal og Tottenham eigast við á Emirates-vellinum, heimavelli Arsenal, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 15:30 í dag.

Glenn Hoddle, sem lék með og þjálfaði Tottenham, segir þetta einn stærsta leik tímabilsins.

Hoddle fer stuttlega yfir nokkra leiki liðanna í meðfylgjandi myndskeiði sem má sjá hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is