Aston Villa vann Everton

Aston Villa að fagna marki í dag.
Aston Villa að fagna marki í dag. AFP/Geoff Caddick

Aston Villa vann Everton 2:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Villa Park í Birmingham í dag. Þetta er annar tapleikur Everton í jafnmörgum leikjum á leiktíðinni en Villa fékk sín fyrstu stig.

Everton skoraði mark á 24. mínútu leiksins en það var dæmt af vegn rangstöðu. Danni Ings skoraði fyrsta mark Villa í leiknum eftir stoðsendingu frá Ollie Watkins 1:0.

Annar mark Villa kom á 85. mínútu og þá var það Emiliano Buendia á ferðinni en hann kom inn á sem varamaður eftir að Philippe Coutinho fór meiddur af velli. Aftur var Ollie Watkins með stoðsendinguna og Villa komið í 2:0.

Lucas Digne, vinstri bakvörður Aston Villa, varð síðan fyrir því óláni að setja boltann í eigið net gegn sínu gamla félagi á 87. mínútu, 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert