Heldur starfinu eftir krísufund

Steve Cooper heldur starfinu, í bili hið minnsta.
Steve Cooper heldur starfinu, í bili hið minnsta. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnustjórinn Steve Cooper stýrir Nottingham Forest gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Margir reiknuðu með að Cooper yrði látinn taka pokann sinn eftir 0:4-tap gegn Leicester síðastliðinn mánudag.

Eftir krísufund stjórnar Nottingham Forest var tekin sú ákvörðun að Cooper myndi halda starfinu, samkvæmt The Telegraph. Hann tók við liðinu þegar það var á botni B-deildarinnar, snemma síðasta tímabil, og stýrði því upp í ensku úrvalsdeildina.

Tímabilið er það fyrsta hjá Forest í efstu deild í 23 ár og fékk félagið til sín yfir 20 leikmenn fyrir nýtt tímabil. Það hefur reynst erfitt að byggja upp nýtt lið, því Forest er í botnsæti ensku úrvalsdeildirnar með aðeins fjögur stig eftir átta leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert