Ronaldo fjarlægður af Old Trafford

Cristiano Ronaldo er líklegast á förum frá Manchester United.
Cristiano Ronaldo er líklegast á förum frá Manchester United. AFP/Oli Scarff

Vallarstarfsmenn á heimavelli enska knattspyrnufélagsins Manchester United vinna nú hörðum höndum að því að fjarlægja myndir af Cristiano Ronaldo af byggingunni.

Það er ESPN sem greinir frá þessu en fréttamiðillinn birti myndband á heimasíðu sinni af starfsmönnum fjarlægja portúgölsku stórstjörnuna af vellinum í gærkvöldi.

Ronaldo, sem er 38 ára gamall, hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir félagið eftir að viðtal sem hann fór í hjá breska fjölmiðlamanninum Piers Morgan á dögunum.

Í viðtalinu fór hann ófögrum orðum um bæði félagið, knattspyrnustjórann Erik ten Hag og liðsfélaga sína sem eru sagðir vilja losna við hann eftir gjörninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert