Leikmenn United vilja losna við Ronaldoi

Cristiano Ronaldo er ekki sá vinsælasti í Manchester þessa dagana.
Cristiano Ronaldo er ekki sá vinsælasti í Manchester þessa dagana. AFP/Patricia De Melo

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United vilja losna við Cristiano Ronaldo úr herbúðum félagsins.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en mikil óánægja er með portúgalska sóknarmanninn eftir að hann fór í einkaviðtal hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan á dögunum þar sem hann fór ófögrum orðum um félagið og stjórann Erik ten Hag.

Í viðtalinu gagnrýndi Ronaldo meðal annars hugarfar ungra leikmanna í dag sem fór ekki vel í yngri leikmenn Manchester United.

Forráðamenn Manchester United hafa fundað mikið undanfarna daga en talið er næsta víst að Ronaldo sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

Óvíst er hvað tekur við hjá Portúgalanum en hann er nú staddur í Katar þar sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu með Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert