Newcastle missteig sig í Lundúnum

Miðjumaður Newcastle Joe Willock og varnarmaður Crystal Palace Joel Ward …
Miðjumaður Newcastle Joe Willock og varnarmaður Crystal Palace Joel Ward kljást um boltann. AFP/Ben Stansall

Crystal Palace og Newcastle gerðu 0:0 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á Selhurst Park í Lundúnum í kvöld. 

Newcastle-liðið hélt boltanum vel og skapaði sér mun fleiri færi, en engin dauðafæri. Gestunum tókst ekki að ógna marki Palace nóg en sóknarleikur heimamanna var nánast enginn. 

Newcastle er aftur komið í þriðja sæti deildarinnar, nú með 39 stig en Crystal Palace er með 24 stig í 12 sæti. 

mbl.is