Félagaskiptin í enska fótboltanum - lokadagur

Enzo Fernández sló í gegn með Argentínu á HM þar …
Enzo Fernández sló í gegn með Argentínu á HM þar sem hann var í lykilhlutverki í heimsmeistaraliðinu og var valinn besti ungi leikmaður keppninnar. Chelsea greiddi Benfica 106 milljónir punda og hann er þar með dýrasti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar. AFP/Paul Ellis

Opnað var fyrir félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta 1. janúar 2023, og þar með gátu félögin formlega gengið frá kaupum á leikmönnum.

Félagaskiptaglugganum var lokað klukkan 23 í kvöld, þriðjudagskvöldið 31. janúar, og nú verður lokað á skiptin fram á sumar.

Félögin höfðu hins vegar frest til miðnættis til að ganga frá pappírsvinnunni í kringum félagaskiptin, svo framarlega sem þau voru undirrituð og staðfest klukkan 23.

Mbl.is fylgist að vanda vel með öllum breytingum á liðunum tuttugu sem leika í deildinni tímabilið 2022-'23 og þessi frétt er uppfærð jafnóðum og ný félagaskipti eru staðfest.

Fyrst koma helstu skiptin á lokadeginum og síðustu daga, þá dýrustu leikmenn í þessum glugga, og síðan má sjá hverjir hafa komið og farið frá hverju liði fyrir sig í þessum félagaskiptaglugga þar sem liðin tuttugu eru í stafrófsröð.

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho, sem var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu 2020-21, …
Ítalski miðjumaðurinn Jorginho, sem var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu 2020-21, er kominn til Arsenal frá Chelsea fyrir 12 milljónir punda. Ljósmynd/Arsenal

Helstu félagaskiptin á lokadeginum 31. janúar:
31.1. Paul Onuachu, Genk - Southampton, 18 milljónir punda
31.1. Cedric Soares, Arsenal - Fulham, lán
31.1. Enzo Fernández, Benfica - Chelsea, 106 milljónir punda.
31.1. Kamaldeen Sulemana, Rennes - Southampton, 22 milljónir punda
31.1. Marcel Sabitzer, Bayern München - Manchester United, lán
31.1. Siriki Dembélé, Bournemouth - Auxerre, lán
31.1. Harry Souttar, Stoke - Leicester, 15 milljónir punda
31.1. Keylor Navas, París SG - Nottingham Forest, lán
31.1. Jonjo Shelvey, Newcastle - Nottingham Forest
31.1. Pedro Porro, Sporting Lissabon - Tottenham, lán
31.1. Matt Doherty, Tottenham - Atlético Madrid, án greiðslu
31.1. Albert Sambi Lokonga, Arsenal - Crystal Palace, lán
31.1. Hamad Traoré, Sassuolo - Bournemouth, lán
31.1. Felipe, Atlético Madrid - Nottingham Forest, 2 milljónir punda
31.1. Naouirou Ahamada, Stuttgart - Crystal Palace, 10,5 millj. punda
31.1. Illia Zabarnyi, Dynamo Kiev - Bournemouth, 20 milljónir punda
31.1. Jorginho, Chelsea - Arsenal, 12 milljónir punda
31.1. Sasa Lukic, Torino - Fulham, 8 milljónir punda
31.1. Ayoze Pérez, Leicester - Real Betis, lán
31.1. Diego Llorente, Leeds - Roma, lán
31.1. Djed Spence, Tottenham - Rennes, lán
31.1. Sergi Canós, Brentford - Olympiacos, lán
31.1. Joao Cancelo, Manchester City - Bayern München, lán
31.1. Harrison Ashby, West Ham - Newcastle, 3 milljónir punda
31.1. Diogo Monteiro, Servette - Leeds
31.1. Marquinhos, Arsenal - Norwich, lán

Myk­hai­lo Mudryk er kominn til Chelsea frá Shakhtar Donetsk fyrir …
Myk­hai­lo Mudryk er kominn til Chelsea frá Shakhtar Donetsk fyrir 62 milljónir punda, sem getur hækkað í allt að 89 milljónir punda, og skrifaði undir samning til átta og hálfs árs. Hann er 22 ára úkraínskur kantmaður. Ljósmynd/Chelsea

Helstu félagaskiptin síðustu daga:
30.1. Matías Vina, Roma - Bournemouth, lán
30.1. Weston McKennie, Juventus - Leeds, lán
30.1. Bryan Gil, Tottenham - Sevilla, lán
30.1. Joao Gomes, Flamengo - Wolves, 15 milljónir punda
29.1. Anthony Gordon, Everton - Newcastle, 40 milljónir punda
29.1. Tete, Lyon - Leicester, í láni frá Shakhtar Donetsk
29.1. Malo Gusto, Lyon - Chelsea, 26,3 milljónir punda
27.1. Antoine Semenyo, Bristol City - Bournemouth, 10,5 millj, punda
27.1. Joe Gelhardt, Leeds - Sunderland, lán
26.1. James Bree, Luton - Southampton, 750 þúsund pund
26.1. Darren Randolph, West Ham - Bournemouth, án greiðslu
25.1. Arnaut Danjuma, Villarreal - Tottenham, lán
23.1. Jakub Kiwior, Spezia - Arsenal, 20 milljónir punda
23.1. Máximo Perrone, Velez Sarsfield - Manchester City, 8,2 millj. punda
23.1. Jan Bednarek, Aston Villa - Southampton, úr láni
22.1. Craig Dawson, West Ham - Wolves, 3,3 milljónir punda

Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie er kominn til Leeds í láni …
Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie er kominn til Leeds í láni frá Juventus á Ítalíu. AFP/Alberto Pizzoli

Dýrustu leikmenn í janúar:
106,0 Enzo Fernández, Benfica - Chelsea
62,0 Mykhailo Mudryk, Shakhtar Donetsk - Chelsea
40,0 Anthony Gordon, Everton - Newcastle
37,0 Cody Gakpo, PSV Eindhoven - Liverpool
35,0 Georginio Rutter, Hoffenheim - Leeds
35,0 Benoit Badiashile, Mónakó - Chelsea
29,0 Noni Madueke, PSV Eindhoven - Chelsea
26,3 Malo Gusto, Lyon - Chelsea
22,0 Kamaldeen Sulemana, Rennes - Southampton
21,0 Leandro Trossard, Brighton - Arsenal
20,0 Illia Zabarnyi, Dynamo Kiev - Bournemouth
20,0 Dango Ouattara, Lorient - Bournemouth
20,0 Jakub Kiwior, Spezia - Arsenal
17,0 Victor Kristiansen, FC Köbenhavn - Leicester
16,0 Danilo, Palmeiras - Nottingham Forest
15,0 Joao Gomes, Flamengo - Wolves
15,0 Harry Souttar, Stoke - Leicester
14,8 Jhon Durán, Chicago Fire - Aston Villa
13,2 Álex Moreno, Real Betis - Aston Villa
13,0 Andrey Santos, Vasco da Gama - Chelsea
12,0 Jorginho, Chelsea - Arsenal
12,0 Danny Ings, Aston Villa - West Ham
12,0 Carlos Alcaraz, Racing Club - Southampton
10,6 Max Wöber, Salzburg - Leeds
10,5 Naouirou Ahamada, Stuttgart - Crystal Palace
10,5 Antoine Semenyo, Bristol City - Bournemouth

Öll félagaskiptin í janúarmánuði:

Pólski landsliðsmiðvörðurinn Jakub Piotr Kiwior er kominn til Arsenal frá …
Pólski landsliðsmiðvörðurinn Jakub Piotr Kiwior er kominn til Arsenal frá Spezia á Ítalíu fyrir 20 milljónir punda. AFP/Andrej Isakovic

ARSENAL
Knattspyrnustjóri: Mikel Arteta (Spáni) frá 20. desember 2019.
Staðan um áramót: 1. sæti.

Komnir:
31.1. Jorginho frá Chelsea
23.1. Jakub Kiwior frá Spezia (Ítalíu)
20.1. Leandro Trossard frá Brighton

Farnir:
31.1. Cedric Soares til Fulham (lán)
31.1. Albert Sambi Lokonga til Crystal Palace (lán)
31.1. Marquinhos til Norwich (lán)

ASTON VILLA
Knattspyrnustjóri: Unai Emery (Spáni) frá 24. október 2022.
Staðan um áramót: 12. sæti.

Komnir:
31.1. Bertrand Traoré frá Istanbul Basaksehir (Tyrklandi) (úr láni)
16.1. Jhon Durán frá Chicago Fire (Bandaríkjunum)
11.1. Álex Moreno frá Real Betis (Spáni)

Farnir:
31.1. Marvelous Nakamba til Luton (lán)
23.1. Jan Bednarek til Southampton (úr láni)
20.1. Danny Ings til West Ham
17.1. Frédéric Guilbert til Strasbourg (Frakklandi)

Bournemouth keypti Dango Ouattara, tvítugan sóknarmann frá Búrkina Fasó, af …
Bournemouth keypti Dango Ouattara, tvítugan sóknarmann frá Búrkina Fasó, af franska félaginu Lorient. AFP/Damien Meyher

BOURNEMOUTH
Knattspyrnustjóri: Gary O'Neil frá 30. ágúst 2022.
Staðan um áramót: 15. sæti.

Komnir:
31.1. Hamad Traoré frá Sassuolo (Ítalíu) (lán)
31.1. Illia Zabarnyi frá Dynamo Kiev (Úkraínu)
30.1. Matías Vina frá Roma (Ítalíu) (lán)
27.1. Antoine Semenyo frá Bristol City
26.1. Darren Randolph frá West Ham
19.1. Dango Ouattara frá Lorient (Frakklandi)

Farnir:
31.1. Ben Pearson til Stoke (lán)
31.1. Siriki Dembélé til Auxerre (Frakklandi) (lán)
11.1. Jamal Lowe til QPR (lán)
11.1. Emiliano Marcondes til Nordsjælland (Danmörku) (lán)

Kevin Schade, 21 árs þýskur sóknarmaður, er kominn til Brentford …
Kevin Schade, 21 árs þýskur sóknarmaður, er kominn til Brentford í láni frá Freiburg. AFP/Adrian Dennis

BRENTFORD
Knattspyrnustjóri: Thomas Frank (Danmörku) frá 16. október 2018.
Staðan um áramót: 10. sæti.

Komnir:
4.1. Kevin Schade frá Freiburg (Þýskalandi) (lán)
1.1. Mads Bech Sörensen frá Nice (Frakklandi) (úr láni)

Farnir:
31.1 Sergi Canós til Olympiacos (Grikklandi) (lán)

Belgíski landsliðsmaðurinn Leandro Trossard er kominn til Arsenal frá Brighton …
Belgíski landsliðsmaðurinn Leandro Trossard er kominn til Arsenal frá Brighton fyrir 20 milljónir punda. AFP/Anne-Christine Poujoulat

BRIGHTON
Knattspyrnustjóri: Roberto De Zerbi (Ítalíu) frá 18. september 2022.
Staðan um áramót: 8. sæti.

Komnir:
30.1. Yasin Ayari frá AIK (Svíþjóð)

Farnir:
20.1. Leandro Trossard til Arsenal
13.1. Ed Turns til Leyton Orient (lán)

Portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Felix er kominn til Chelsea í láni …
Portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Felix er kominn til Chelsea í láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann er 23 ára sóknarmaður. AFP/Patricia de Melo Moreira

CHELSEA
Knattspyrnustjóri: Graham Potter frá 8. september 2022.
Staðan um áramót: 9. sæti.

Komnir:
31.1. Enzo Fernández frá Benfica (Portúgal)
29.1. Malo Gusto frá Lyon (Frakklandi) (lánaður aftur til Lyon)
20.1. Noni Madueke frá PSV Eindhoven (Hollandi)
15.1. Mykhailo Mudryk frá Shakhtar Donetsk (Úkraínu)
11.1. Joao Felix frá Atlético Madrid (Spáni) (lán)
  7.1. David Datro Fofana frá Molde (Noregi)
  6.1. Andrey Santos frá Vasco da Gama (Brasilíu)
  5.1. Benoit Badiashile frá Mónakó (Frakklandi)

Farnir:
31.1. Jorginho til Arsenal
31.1. Jude Soonsup-Bell til Tottenham

Markvörðurinn Jack Butland er kominn til Manchester United í láni …
Markvörðurinn Jack Butland er kominn til Manchester United í láni frá Crystal Palace. Hann er 29 ára gamall og hefur leikið 9 landsleiki fyrir England. AFP

CRYSTAL PALACE
Knattspyrnustjóri: Patrick Vieira (Frakklandi) frá 4. júlí 2021.
Staðan um áramót: 11. sæti.

Komnir:
31.1. Albert Sambi Lokonga frá Arsenal (lán)
31.1. Naouirou Ahamada frá Stuttgart (Þýskalandi)

Farnir:
19.1. Malcolm Ebiowei til Hull (lán)
13.1. John-Kymani Gordon til Carlisle (lán)
  6.1. Jack Butland til Manchester United (lán)
  1.1. Killian Phillips til Shrewsbury (lán)

EVERTON
Knattspyrnustjóri: Sean Dyche frá 30. janúar 2023.
Staðan um áramót: 16. sæti.

Komnir:
Engir

Farnir:
29.1. Anthony Gordon til Newcastle
10.1. Tom Cannon til Preston (lán)

Sasa Lukic, 26 ára miðjumaður serbneska landsliðsins, er kominn til …
Sasa Lukic, 26 ára miðjumaður serbneska landsliðsins, er kominn til Fulham frá Torino fyrir 8 milljónir punda. AFP/Manan Vatsyayana

FULHAM
Knattspyrnustjóri: Marco Silva (Portúgal) frá 1. júlí 2021.
Staðan um áramót: 7. sæti.

Komnir:
31.1. Cedric Soares frá Arsenal (lán)
31.1. Sasa Lukic frá Torino (Ítalíu)

Farnir:
31.1 Josh Onomah til Preston
31.1 Nathaniel Chalobah til WBA

Georginio Rutter, tvítugur franskur sóknarmaður, er kominn til Leeds frá …
Georginio Rutter, tvítugur franskur sóknarmaður, er kominn til Leeds frá Hoffenheim í Þýskalandi fyrir 35 milljónir punda og er þar með dýrasti leikmaðurinn í sögu Leeds. AFP/Daniel Roland

LEEDS
Knattspyrnustjóri: Jesse Marsch (Bandaríkjunum) frá 28. febrúar 2022.
Staðan um áramót: 14. sæti.

Komnir:
31.1. Diogo Monteiro frá Servette (Sviss)
30.1. Weston McKennie frá Juventus (Ítalíu) (lán)
14.1. Georginio Rutter frá Hoffenheim (Þýskalandi)
  3.1. Max Wöber frá Salzburg (Austurríki)

Farnir:
31.1. Diego Llorente til Roma (Ítalíu) (lán)
27.1. Joe Gelhardt til Sunderland (lán)
26.1. Cody Drameh til Luton (lán)
12.1. Mateusz Klich til DC United (Bandaríkjunum)
12.1. Leo Hjelde til Rotherham (lán)

Brasilíski sóknarmiðjumaðurinn Tete er kominn til Leicester í láni frá …
Brasilíski sóknarmiðjumaðurinn Tete er kominn til Leicester í láni frá Shahktar Donetsk í Úkraínu. Hann hefur verið í láni hjá Lyon í Frakklandi í vetur. AFP/Loic Venance

LEICESTER
Knattspyrnustjóri: Brendan Rodgers (Norður-Írlandi) frá 26. febrúar 2019.
Staðan um áramót: 13. sæti.

Komnir:
31.1. Harry Souttar frá Stoke
31.1. Nathan Opoku frá Syracuse (Bandaríkjunum) (lánaður til Leuven í Belgíu)
29.1. Tete frá Lyon (Frakklandi) (í láni frá Shahktar Donetsk í Úkraínu)
20.1. Victor Kristiansen frá FC Köbenhavn (Danmörku)

Farnir:
31.1. Marc Albrighton til WBA (lán)
31.1. Ayoze Pérez til Real Betis (Spáni) (lán)

Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo er kominn til Liverpool frá PSV …
Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo er kominn til Liverpool frá PSV Eindhoven fyrir 37 milljónir punda. AFP/Manan Vatsyayana

LIVERPOOL
Knattspyrnustjóri: Jürgen Klopp (Þýskalandi) frá 8. október 2015.
Staðan um áramót: 6. sæti.

Komnir:
23.1. Rhys Williams frá Blackpool (úr láni)
  1.1. Cody Gakpo frá PSV Eindhoven (Hollandi)

Farnir:
30.1. Luke Chambers til Kilmarnock (Skotlandi) (lán)

Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo er farinn frá Manchester City til …
Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo er farinn frá Manchester City til Bayern München í láni til loka tímabilsins. AFP/Oli Scarff

MANCHESTER CITY
Knattspyrnustjóri: Pep Guardiola (Spáni) frá 1. júní 2016.
Staðan um áramót: 2. sæti.

Komnir:
23.1. Máxime Perrone frá Velez Sarsfield (Argentínu)

Farnir:
31.1. Joao Cancelo til Bayern München (Þýskalandi) (lán)
10.1. Josh Wilson-Esbrand í Coventry (lán)

Hollenski framherjinn Wout Weghorst er kominn til Manchester United í …
Hollenski framherjinn Wout Weghorst er kominn til Manchester United í láni frá Burnley en hann var í láni þaðan hjá Besiktas í Tyrklandi. AFP/Juan Mabromata

MANCHESTER UNITED
Knattspyrnustjóri: Erik ten Hag (Hollandi) frá 21. apríl 2022.
Staðan um áramót: 4. sæti.

Komnir:
31.1. Marcel Sabitzer frá Bayern München (Þýskalandi) (lán)
13.1. Wout Weghorst frá Burnley (lán)
  6.1. Jack Butland frá Crystal Palace (lán)

Farnir:
31.1. Axel Tuanzebe til Stoke (lán)
31.1. Charlie McNeill til Newport (lán)

19.1. Shola Shoretire til Bolton (lán)
  1.1. Martin Dubravka til Newcastle (úr láni)

Newcastle hefur gengið frá kaupum á hinum 21 árs gamla …
Newcastle hefur gengið frá kaupum á hinum 21 árs gamla kantmanni Anthony Gordon frá Everton fyrir 40 milljónir punda og upphæðin getur hækkað í 45 milljónir. AFP/Lindsey Parnaby

NEWCASTLE
Knattspyrnustjóri: Eddie Howe frá 8. nóvember 2021.
Staðan um áramót: 3. sæti.

Komnir:
31.1. Harrison Ashby frá West Ham
29.1. Anthony Gordon frá Everton
  1.1. Martin Dubravka frá Manchester United (úr láni)
  1.1. Garang Kuol frá Central Coast Mariners (Ástralíu)

Farnir:
31.1. Karl Darlow til Hull City (lán)
31.1. Jonjo Shelvey til Nottingham Forest
20.1. Chris Wood til Nottingham Forest (lán)
12.1. Garang Kuol til Hearts (Skotlandi) (lán)

Brasilíski miðjumaðurinn Gustavo Scarpa, til hægri, er kominn til Nottingham …
Brasilíski miðjumaðurinn Gustavo Scarpa, til hægri, er kominn til Nottingham Forest frá Palmeiras. AFP/Miguel Schincariol

NOTTINGHAM FOREST
Knattspyrnustjóri: Steve Cooper (Wales) frá 21. september 2021.
Staðan um áramót: 19. sæti.

Komnir:
31.1. Keylor Navas frá París SG (Frakklandi) (lán)
31.1. Jonjo Shelvey frá Newcastle
31.1. Felipe frá Atlético Madrid (Spáni)
20.1. Chris Wood frá Newcastle (lán)
15.1. Danilo frá Palmeiras (Brasilíu)
  1.1. Gustavo Scarpa frá Palmeiras (Brasilíu)

Farnir:
3.1. Loic Bade til Rennes (Frakklandi) (úr láni)

Króatíski framherjinn Mislav Orsic sem lék með Króötum á HM …
Króatíski framherjinn Mislav Orsic sem lék með Króötum á HM í Katar er kominn til Southampton frá Dinamo Zagreb fyrir 8 milljónir punda. AFP/Jack Guez

SOUTHAMPTON
Knattspyrnustjóri: Nathan Jones (Wales) frá 10. nóvember 2022.
Staðan um áramót: 20. sæti.

Komnir:
31.1. Paul Onuachu frá Genk (Belgíu)
31.1. Kamaldeen Sulemana frá Rennes (Frakklandi)
26.1. James Bree frá Luton
23.1. Jan Bednarek frá Aston Villa (úr láni)
  9.1. Carlos Alcaraz frá Racing Club (Argentínu)
  6.1. Mislav Orsic frá Dinamo Zagreb (Króatíu)

Farnir:
Engir

Arnaut Danjuma er 25 ára hollenskur kantmaður sem Tottenham hefur …
Arnaut Danjuma er 25 ára hollenskur kantmaður sem Tottenham hefur fengið lánaðan frá Villarreal á Spáni. Hann lék áður í tvö ár með Bournemouth. AFP

TOTTENHAM
Knattspyrnustjóri: Antonio Conte (Ítalíu) frá 2. nóvember 2021.
Staðan um áramót: 5. sæti.

Komnir:
31.1. Pedro Porro frá Sporting Lissabon (lán)
31.1. Jude Soonsup-Bell frá Chelsea
25.1. Arnaut Danjuma frá Villarreal (Spáni) (lán)

Farnir:
31.1. Matt Doherty til Atlético Madrid (Spáni)
31.1. Harvey White til Derby (lán)
31.1. Djed Spence til Rennes (Frakklandi) (lán)

30.1. Bryan Gil til Sevilla (Spáni) (lán)

Framherjinn Danny Ings er kominn til West Ham frá Aston …
Framherjinn Danny Ings er kominn til West Ham frá Aston Villa fyrir 15 milljónir punda. AFP/Adrian Dennis

WEST HAM
Knattspyrnustjóri: David Moyes (Skotlandi) frá 29. desember 2019.
Staðan um áramót: 17. sæti.

Komnir:
20.1. Danny Ings frá Aston Villa
  1.1. Luizao frá Sao Paulo (Brasilíu)

Farnir:
31.1. Harrison Ashby til Newcastle
26.1. Conor Coventry til Rotherham (lán)
26.1. Darren Randolph til Bournemouth
22.1. Craig Dawson til Wolves

Mario Lemina er kominn til Wolves frá Nice í Frakklandi …
Mario Lemina er kominn til Wolves frá Nice í Frakklandi fyrir 8,9 milljónir punda. Hann er 29 ára miðjumaður og landsliðsmaður Gabon. AFP/Olivier Chassignole

WOLVES
Knattspyrnustjóri: Julen Lopetegui (Spáni) frá 14. nóvember 2022.
Staðan um áramót: 18. sæti.

Komnir:
30.1. Joao Gomes frá Flamengo (Brasilíu)
25.1. Daniel Bentley frá Bristol City
22.1. Craig Dawson frá West Ham
17.1. Pablo Sarabia frá París SG (Frakklandi)
13.1. Mario Lemina frá Nice (Frakklandi)
  1.1. Matheus Cunha frá Atlético Madrid (Spáni) (lán)

Farnir:
30.1. Chem Campbell til Wycombe Wanderers (lán)
25.1. Matija Sarkic til Stoke (lán)
20.1. Goncalo Guedes til Benfica (Portúgal) (lán)

mbl.is