Shearer neitar einnig að mæta

Alan Shearer .
Alan Shearer . AFP

Markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Alan Shearer, mun ekki vera gestur í sjónvarpsþættinum Match of the Day á BBC annað kvöld. 

Frá þessu greindi Shearer á Twitter en hann fylgir í fótspor kunningja síns Ian Wright sem sagðist ekki heldur ætla að mæta annað kvöld. 

Ástæðan fyrir því er sú að Gary Lineker, þáttastjórnenda Match of the Day, var gert að stíga til hliðar eft­ir að hann bar sam­an nýju lög­gjöf­ina sem rík­i­s­tjórn­in lagði fram um flótta­menn við Þýska­land á þriðja ára­tugn­um.

Taldi rík­is­miðil­inn, BBC, hann hafa brotið viðmiðun­ar­regl­ur sín­ar þar og setti hann í ótíma­bundið leyfi frá þátt­un­um. En sú ákvörðun BBC hef­ur verið mikið gagn­rýnd. 

Í kjölfarið ákvað Ian Wright, sem átti að vera gestur í þættinum annað kvöld, að neita að mæta. Nú hefur hinn gesturinn, Alan Shearer, einnig tilkynnt BBC að hann mæti ekki annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert