„Mikilvægt sumar framundan fyrir Everton“ (myndskeið)

Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur Símans Sport um enska boltann, segir að félagsskiptaglugginn í sumar sé gríðarlega mikilvægur fyrir fyrrum félag hans Everton.

Everton náði að bjarga sér frá falli með sigri á Bournemouth í síðustu umferð deildarinnar sem spiluð var um helgina. Þetta er annað tímabilið í röð sem Everton rétt nær að halda sér uppi og ljóst er að stuðningsmenn Everton vilja betri árangur á næsta tímabili.

„Þetta er stórt sumar fyrir Everton. Það var auðvitað gífurlega mikilvægt að halda sér uppi í úrvalsdeild og halda stuðningsmönnunum ánægðum fyrir aftan liðið.“ sagði Bjarni Þór í Vellinum í gær.

Bjarni fór einnig yfir mál Sean Dyche knattspyrnustjóra félagsins í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is