Dómarasamtökin viðurkenna mistök sem kostuðu Liverpool

Virgil van Dijk fyrirliðí Liverpool svekktur í dag.
Virgil van Dijk fyrirliðí Liverpool svekktur í dag. AFP/Henry Nicholls

Dómarasamtök enska fótboltans hafa viðurkennt mistök í leik Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, sem kostuðu Liverpool.

Kólumbíumaðurinn Luís Díaz skoraði í stöðunni 0:0, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Var um rangan dóm að ræða, en þrátt fyrir myndbandsdómgæslu var hann ekki leiðréttur.

Í yfirlýsingu dómarasamtakanna eru mistökin viðurkennd. Munu samtökin fara vel yfir málið og sjá hvað orsakaði mistökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert