Hvað gerðist eftir viðtalið við Klopp?

Klopp gengur ósáttur úr viðtalinu.
Klopp gengur ósáttur úr viðtalinu. Ljósmynd/Viaplay

Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, var allt annað en sáttur við danska fréttamanninn Niels Christian Frederiksen hjá Viaplay eftir 4:3-tap liðsins í framlengdum leik við Manchester United í ensku bikarkeppninni í gær.

Klopp gekk úr miðju viðtali og lét þann danska heyra það. „Hvað er að þér? Ég hef enga þolinmæði fyrir þér,“ sagði Klopp á meðan hann gekk úr viðtalinu og slökkt var á myndavélunum.

Elti hann

Danski fréttamaðurinn ræddi atvikið við Tipsbladet í heimalandinu, en samskipti þeirra héldu áfram eftir viðtalið.

„Hann öskraði á mig í göngunum eftir viðtalið. Ég elti hann því mér fannst þetta skrítið. Hann var mjög pirraður því liðið tapaði á þennan hátt og var í góðri stöðu.

Hann missti stjórn á skapi sínu og ég skil það vel. Við verðum góðir félagar næst þegar ég tek viðtal við hann,“ sagði Frederiksen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert