Þrír meiddust í ósigri Liverpool

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur greint frá því að þrír leikmenn liðsins hafi kvartað undan eymslum eftir tap liðsins fyrir Manchester United, 4:3, í ensku bikarkeppninni í gær.

Amad Diallo skoraði sigurmark Man. United í uppbótartíma framlengingar og tryggði Rauðu djöflunum þannig sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.

„Strákarnir eru nú á leið í landsliðsverkefni. Við vonum að þeir komi heilir heilsu til baka. Lucho [Luis Díaz] fann til í náranum, Darwin [Núnez] fann til aftan í læri og Cody [Gakpo] sneri sig á ökkla.

Þeir eru að fara að spila aftur eftir fjóra eða fimm daga, þetta er algjört brjálæði. Vonandi náum við að ljúka tímabilinu með stæl,“ sagði Klopp í samtali við BBC Sport eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert