Bandaríkjamenn fjalla um Albert

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Erlendir miðlar hafa gjarnan fjallað um Albert Guðmundsson og áhuga stórliða á íslenska knattspyrnumanninum. 

Albert hefur slegið í gegn með liði sínu Genoa í ítölsku A-deildinni á yfirstandandi tímabili og var þrenna hans fyrir íslenska landsliðið gegn Ísrael á fimmtudaginn var ekki að minnka áhugann. 

Mestmegnis hafa ítalskir miðlar fjallað um Albert og áhuga stærstu liða Ítalíu á honum. Miðilinn virti Gazzetta dello Sport greindi frá því í gær að Inter Mílanó væri komið í kjörstöðu um að tryggja sér íslenska landsliðsmanninn. 

Bandaríski risamiðilinn ESPN fjallaði um Albert og áhuga enskra liða á honum í dag. Segir miðilinn þar að ensk lið séu tilbúin að berjast við Juventus og Inter Mílanó um leikmanninn.

Albert er sem er í Póllandi með íslenska landsliðinu en Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi í sumar í borginni Wroclaw annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert