Ekkert gengur hjá United-manninum

Donny van de Beek, til vinstri.
Donny van de Beek, til vinstri. AFP/Oli Scarff

Lítið hefur gengið upp hjá hollenska knattspyrnumanninum Donny van de Beek eftir að hann gekk til liðs við Manchester United sumarið 2020. 

Miklar væntingar voru bundnar við Hollendinginn er hann kom til United frá liði Ajax sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. 

Náði van de Beek aldrei að festa sig í sessi hjá Manchester-félaginu og hefur tvívegis verið sendur á lán. 

Fyrst til Everton og nú síðast til Frankfurt í Þýskalandi. 

Enskir miðlar greina nú frá því að Frankfurt vilji ekki festa kaup á leikmanninum og mun hann snúa aftur til Manchester United næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert