Ferna Palmers í risasigri (myndskeið)

Cole Palmer skoraði fernu í 6:0-stórsigri Chelsea á Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Palmer var búinn að skora fullkomna þrennu eftir aðeins hálftíma leik og bætti svo við fjórða markinu úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Nicolas Jackson og Alfie Gilchrist komust einnig á blað, sá síðarnefndi með sínu fyrsta marki fyrir uppeldisfélagið.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert