Miðar á alþjóðlega Dota2 mótið verða endurgreiddir

Grafík/Valve Corporation/Dota2

Vegna aukinna Covid smita í Rúmeníu voru fjöldatakmarkanir hertar í Bucharest þar sem alþjóðlega mótið í Dota2 fer fram og eru því engir áhorfendur leyfðir í sal en mótið hófst í dag.

Miðarnir verði endurgreiddir

Umsjónarmenn tölvuleiksins harma ástandið mjög og greina frá því á vefsíðu sinni þar sem þau taka fram að allir miðarnir á mótið verði endurgreiddir að fullu. 

„Alþjóðlega mótið 2021 mun hefjast eftir áætlun þann 7.október, og við hlökkum til þess að bjóða bestu Dota liðin í heiminum upp á svið og deila reynslunni í gegnum netið með milljónum aðdáenda um heim allan," kemur meðal annars fram í tilkynningu á vefsíðu Dota2.

Hægt verður þó að fylgjast með mótinu í gegnum streymisveituna Twitch á rásinni dota2ti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert