Fyrstur úr stafræna heiminum yfir í kjötheima

Cem Bolukbasi er fyrstur rafíþróttamanna að færa sig úr hermikappakstri …
Cem Bolukbasi er fyrstur rafíþróttamanna að færa sig úr hermikappakstri í formúlukappakstur í kjötheimum. Skjáskot/Twitter/Cem Bolukbasi

Hinn 23 ára gamli Cem Bolukbasi er orðinn fyrsti F1 esports íþróttamaðurinn til að stökkva úr stafræna heiminum í hinn raunverulega heim en hann mun keppa á FIA Formúlu 2 meistaramótinu 2022.

Það er gríðarlegur munur á því að keyra hermikappakstursbíl og kappakstursbíl í kjötheimum. Hins vegar er það ekki að stoppa Cem Bolukbasi þar sem hann er að skipta úr skjá yfir í hjálm. Bolukbasi hefur samið við Charouz Racing System og mun taka sæti á ráslínunni fyrir 2022 F2 tímabilið. Haft eftir fraghero.

Leikmaðurinn hóf kappakstursferil sinn árið 2017 og tók þátt í F1 Esports Series. Bolukbasi þakkar árum sínum í rafíþróttum fyrir tækifærið í formúlukappakstri.

„Ef ég hefði aldrei verið í Formúlu 1 Esports hefði ég aldrei fengið tækifæri til að setjast inn í alvöru bíl - ég væri ekki þar sem ég er núna,” segir Bolukbasi.

„Ég held að það sé líka mjög mikilvægt að vera fyrsti leikurinn til að gera þetta, því það getur gefið fólki von. Ef fólk sér að ein manneskja getur það, mun það trúa því að það geti það líka. Ef ég get farið frá F1 Esports yfir í FIA Formúlu 2, þá held ég að allir geti það.“

mbl.is