Leikmenn sníða eigin bannorð

Tölvuleikurinn Valorant.
Tölvuleikurinn Valorant. Grafík/Riot Games/Valorant

Nýjasta uppfærslan í Valorant var gefin út í gær og með henni fá leikmenn kost á að skipa sinn eigin bannorðalista.

Bannorðalistinn er ný viðbót við tölvuleikinn sem finna má í stillingunum en þar geta leikmenn skrifað ákveðna frasa eða orð sem hann vill ekki sjá í spjallinu innanleikjar.

Sumir leikmenn klárari

„Við vitum að sumir leikmen eru oft klárari en sjálfvirka bannorðakerfið okkar og halda áfram að finna skapandi leiðir til þess að skrifa hluti sem við viljum ekki í spjallið. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp við að gera kerfið okkar betra! Hjálpið okkar að hjálpa ykkur,“ segir í tilkynningu frá Valorant um uppfærsluna.

Valorant stefnir að því að nýta listann sem leikmenn búa sjálfir til með því móti að bera þá saman á milli mismunandi landssvæða og nota þau gögn sem safnast til þess að bæta þeirra eigin þekkingu á bannorðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert