Starfsmenn fengu frí til að prófa tölvuleik

Elden Ring.
Elden Ring. Grafík/FromSoftware

Japanskt tölvuleikjafyrirtæki, Pocket Pair, ákvað að gefa öllum starfsmönnum sínum frí í gær vegna útgáfu Elden Ring til þess að vera heima og prófa tölvuleikinn.

Hugmyndafræðinni á bakvið ákvörðunina var fagnað af öllum starfsmönnum. Yfirmenn fyrirtækisins reiknuðu ekki með að starfsmenn sínir gætu einbeitt sér að vinnunni sem skyldi vegna tilhlökkunar og spennu í garð Elden Ring.

Fengu langa helgi

Ákváðu þeir því að veita þeim frídag svo að þeir gætu átt langa helgi og fengið sem mest út úr tölvuleiknum áður en þeir mæta aftur til vinnu á þriðjudag.

Er þetta frekar óhefðbundin leið fyrir fyrirtækjarekstur en að sama skapi er þetta líka stór dagur fyrir tölvuleikjasamfélagið, sem hefur beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leik.

Starfsandinn betri fyrir vikið

Gæti þessi ákvörðun verið gagnleg fyrir fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaðinum, sem samanstendur af áhugamönnum um tölvuleiki.

Til eru dæmi um það að tölvuleikjabullur taki sér frídag til þess að njóta nýs tölvuleiks, svo hagstæðar virðist vera að gefa öllum frídag í stað þess að berjast við að vinna með færri starfsmenn á slíkum degi.

Ánægja starfsmanna með þessa ákvörðunartöku gefur til kynna að starfsandi vinnustaðarins hafi verið hífður upp til muna sem skilar sér í betra vinnuframlagi.

mbl.is