Nýtt mod gerir Elden Ring erfiðari

Elden Ring fær erfiðari leikham með nýju moddi.
Elden Ring fær erfiðari leikham með nýju moddi. Grafík/FromSoftware/Heinarc

Nýtt mod í Elden Ring gerir leikmönnum kleift að spila leikinn í enn erfiðari leikham með því að gera breytingar á óvinum, reynslustigum og fleiru.

Erfiði leikhamurinn breytir reynslustigajöf og gerir óvini árásargjarnari. Lífstig (e. HP) óvina og skaðageta er aukin. 

Fleiri breytingar eru gerðar á leiknum með þessum leikham, en nánari upplýsingar um hann má finna á Nexus Mods og þar má líka sækja moddið.

Elden Ring er hægt að spila á PC-tölvum, PlayStation og Xbox.

mbl.is