Elon Musk spilar greinilega Mage

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Milljarðamæringurinn Elon Musk hefur ítrekað látið í ljós áhuga sinn á tölvuleikjum en í gær deildi hann spilaháttum sínum innan Elden Ring með netverjum.

Það kemur fáum á óvart að Musk viti af leiknum þar sem bæði er hann tölvuleikjaspilari og eins hefur leikurinn notið mikilla vinsælda og fór jafnframt á lista yfir fimm mest spiluðu tölvuleiki á Steam við útgáfu.

Minnir á Elden Ring

Elon Musk tjáir sig um spilahætti sína í Elden Ring á samfélagsmiðlinum Twitter, sem Musk er er að kaupa til þess að varðveita málfrelsi á miðlinum.

Umræða Musk um Elden Ring hófst þegar hann svaraði færslu frá History Defined, en þar segir hann myndina „Tré Lífsins“, mósaíklistaverki frá Hisham's Höllinni, búa að Elden Ring-blæbrigðum.

„Elden Ring-straumar,“ segir Elon Musk í tístinu.

Svarar handahófskenndum netverja

Sem fyrr segir, hófst umræða útfrá þessarri athugasemd Musk við myndina og var hann spurður spjörunum úr af öðrum Twitter-notendum.

Einn Twitter-notandinn, kangaro0_, spurði Musk hvernig hann byggir upp hæfileika og getu innan Elden Ring og kveðst eiga í erfiðleikum með Mage-klassann.

Nokkuð skýrt svar fékkst frá Musk sem sagði frá uppbyggingu síns klassa, hverskonar brynklæði hann notast við og fleira.

Spilar greinilega Mage

„Int/Dex uppbyggingu, svo aðallega Mage með einhverja vopnagetu. Skjöld í vinstri hendi, staf í hægri með skylmingssverð (e. rapier) og klær hröð skipti. Skipta á milli þungra og miðlungs-brynklæða fyrir hraðrúllu (e. fast roll) eða tank,“ segir Musk.

„Hafa mikla hreyfingu á verndargripum (e.talisman). Mörg lítil högg í einu til þess að byggja upp skaða er mikilvægt. Kalla saman! (e. summon).“

Samkvæmt þessu notast Elon Musk við Mage-klassann innan Elden Ring, en sá klassi hefur verið nokkuð vinsæll á meðal leikmanna.

Kaupir ekki tíma

Athygli vekur einnig á því hversu vel upplýstur Musk er um leikinn og uppbyggingu klassana þar sem Musk er þekktur fyrir að vera að jafnaði mjög upptekinn maður, en hann er forstjóri Tesla og SpaceX ásamt því að vera átta barna faðir.

Þó að maðurinn sé einn af þeim ríkustu í heiminum, er ljóst að ekki er hægt að kaupa tíma. Hafa netverjar því velt fyrir sér hversu mikinn tíma hann hefur til þess að spila tölvuleiki.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert