Stríða hvorum öðrum í Elden Ring

Blóðpollur í Elden Ring þýðir að margir leikmenn hafi dáið …
Blóðpollur í Elden Ring þýðir að margir leikmenn hafi dáið þar. Grafík/FromSoftware

Líkt og í Dark Souls tölvuleikjunum geta leikmenn Elden Ring skilið eftir miða með skilaboðum á á jörðinni fyrir næstu leikmenn til þess að sjá. 

Leikmenn geta semsagt valið á milli nokkurra fyrirfram tilbúna skilaboða og fyrirfram samþykktra orða til þess að skilja eftir á jörðinni fyrir aðra leikmenn þegar þeir koma að þeim. 

Hefði getað verið hjálplegt

Líklegt er að þróunaraðilar frá FromSoftware hafi upprunalega viljað að leikmenn gætu varað aðra leikmenn við hættur sem kunna að liggja framundan, hvort sem það er óvæntur bardagi, fjársjóðir eða gildrur.

Þess í stað hafa leikmenn fundið leið til þess að nota þennan eiginleika til þess að stríða öðrum.

Stökkva í opinn dauðann

Algengustu misvísandi skilaboðin í Elden Ring hingað til eru þau skilaboð sem segja leikmönnum að „prófa að hoppa“ eða að „loftárás sé nauðsynleg“. Leikmenn sem hlýða slíkum skilaboðum hafa iðulega verið plataðir til þess að drepa sig , þ.e. hoppa fram af kletti og deyja.

Fyrir þá leikmenn sem ítrekað falla fyrir slíkum skilaboðum er mælt með að svipast um eftir blóðpolli - ef að blóðpollur finnst þá þýðir það að margir aðrir leikmenn hafi dáið þar.

Önnur saklausari dæmi

Auk freistandi skilaboða sem knýja leikmenn til þess að drepa sig eru önnur saklausari skilaboð að finna víðsvegar um leikinn.

Má nefna að margir leikmenn hafa verið að merkja asna sem hunda. Þar hafa leikmenn skilið eftir miða hjá asna sem segir „hundur“.

mbl.is
Loka