Fá verðlaun fyrir góða hegðun í LoL

League of Legends býr að sérstöku hegðunarkerfi sem hvetur til …
League of Legends býr að sérstöku hegðunarkerfi sem hvetur til góðrar hegðunar. Grafík/Riot Games

Bráðum geta League of Legends leikmenn fengið sérstakan búning fyrir það eitt að vera sæmileg manneskja. Þetta kemur fram í færslu frá Riot Games sem skýrir frá því hvað fyrirtækið gerir í baráttu við eitruð samskipti innan tölvuleiksins.

Í færslunni kemur fram að Riot Games leggur áherslu á að verðlauna „góða leikmenn“ í stað þess að refsa „þeim slæmu“.

Verðlaun veitt fyrir góða hegðun

Ef leikmanni tekst að komast í fimmta stig Honours (e. rank five in Honour) í næstu seríu leiksins þá mun eignast nýjan búning sem hluta af verðlaunum fyrir lok seríunnar.

Honour kerfið var kynnt fyrir leikmönnum til þess að hvetja til jákvæðra samskipta og almennt betri hegðun innanleikjar. Leikmenn geta fengið hrós fyrir að vera vingjarnlegir, leiða teymið á jákvæðan og uppbyggjandi hátt eða einfaldlega fyrir að vera bara slakir. 

Þessi hrós geta orðið til þess að leikmenn færast upp um stig sem á endanum getur leitt til þessarra sérstöku verðlauna.

Snýst ekki bara um að refsa

„Hegðunarkerfi ætti ekki að snúast eingöngu um að refsa vondum spilurum - það ætti einnig að verðlauna þeim góðu,“ segir Hana Dinh, umsjónarmaður hegðunarkerfisins.

„Þegar við gáfum fyrst út Honour 2.0 árið 2918, var það fyrsta verðlaunakerfið sinnar tegundar, og við sáum ótrúleg viðbrögð frá ykkur öllum. En okkur mistókst að uppfæra það síðastliðin ár og það hefur ekki staðið undir ykkar væntingum.“

Snýst samt líka um að refsa

Dinh segir teymið einnig vera að refsa leikmönnum sem eru tilkynntir fyrir ofbeldisfulla hegðun á valmyndinni þar sem leikmenn velja hetju áður en leikur hefst.

Riot Games gaf leikmönnum möguleikann á að tilkynna slíka leikmenn fyrir tveimur árum síðan en það er ekki fyrr en fyrst núna sem refsingarnar eru að eiga sér stað.

„Annar þáttur sem leiddi til þess að við misstum hluta af trausti ykkar snýr að tilkynningum sem berast þegar valið er hetju til að spila,“ segir Dinh.

Þyngja aðgerðir

„Þrátt fyrir að við höfum fylgst með þessum tilkynningum þá beittum við ekki viðeigandi refsiaðgerðum eins og lofað var.“

Einungis 3,2% af tilkynningum í dag berast þegar leikmenn velja sér hetju en fyrirtækið segist þrátt fyrir það vera meðvitað um að upplifun hvers þáttar leiksins skipti máli. Búast má við þyngri refsiaðgerðum með nýrri uppfærslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert