Aðdáendur LoL fá sinn eigin Wordle

Yordle er leikur sem blandar saman League of Legends og …
Yordle er leikur sem blandar saman League of Legends og Wordle. Skjáskot/Yordle

Tölvuleikurinn Wordle hefur svo sannarlega skipað sér sess í hjörtum netverja og notið mikilla vinsælda frá útgáfu. Hver forritarinn á fætur öðrum grípur hugmyndina á bakvið Wordle og býr til sams konar leik.

Nýlega greindi mbl frá CS:GO útfærslu af Wordle þar sem leikmenn giska á rétt vopn sem finnast innan CS:GO en nú hafa aðdáendur League of Legends, LOL, fengið sína eigin útgáfu af Wordle.

Giskað á hluti innan LoL

Tölvuleikurinn Yordle er blanda af Wordle og League of Legends, en þar hafa leikmenn sex tilraunir til þess að giska á fimm stafa orð.

Ef giskað er á réttan staf og á réttum stað í orðinu verður hann appelsínugulur, stafurinn verður blár ef hann á heima í orðinu en er á röngum stað en verður hvítur ef hann á ekki heima í orðinu.

Í stað þess að giska á handahófskennt orð úr orðabók eins og í Wordle, þá eiga leikmenn Yordle að giska á nafn hetju, galdra eða aðra hluti sem finnast innanleikjar. Upphaflega átti einungis að giska á nafn hetju í Yordle en nöfn á hlutum og göldrum var seinna bætt við.

League of Legends býr að yfir 140 hetjum og enn fleiri göldrum og hlutum, en ekki bera allir fimm stafa nöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert