Geta spilað sem Ríkharður og Marteinn

Hægt er að spila Rainbow Six Siege sem teiknimyndapersónurnar Ríkharður …
Hægt er að spila Rainbow Six Siege sem teiknimyndapersónurnar Ríkharður og Marteinn. Grafík/Ubisoft

Nýr aukapakki í Rainbow Six Siege býður leikmönnum upp á að spila sem teiknimyndapersónurnar Ríkharður og Marteinn (e. Rick and Morty).

Þrátt fyrir að Rainbow Six Siege sé ekki þekktur fyrir að taka fyrir mörg víxlverkefni (e. crossover) eins og Fortnite, þá hefur leikurinn þó tekið nokkrar persónur fyrir í tölvuleiknum. Til dæmis hefur Lara Croft látið sjá sig í leiknum auk Sam Fisher. 

Hafa áður innleitt persónur

Eftir að Ubisoft gaf út stríðnisstiklu um víxlverkefnið hafa fleiri víxlpakkar verið gefnir út fyrir Siege. Áður gátu leikmenn klætt sig upp sem Mr. Meeseeks, Krombopulos Michael og jafnvel einskonar útgáfa af Gúrku-Rikka (e. Pickle-Rick). 

Þessi nýji aukapakki hinsvegar gerir leikmönnum kleift að klæða sig upp sem Ríkharður og Marteinn sjálfir. Persónur klæðast þá í búning og setja á sig grímu sem samsvarar teiknimyndapersónunum.

Í sitthvoru lagi eða saman

Grímubúningana er hægt að kaupa í sitthvoru lagi fyrir 2.160 Siege-krónur en hægt er að kaupa þá saman fyrir 4.080 Siege-krónur.

Með grímubúningnum fylgir bakgrunnur fyrir persónurnar, vopnabúningur og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert