Hamast á lyklaborðunum í Laugardalnum

Liðsmenn The Guard á Reykjavík Masters 2022 í Laugardalshöllinni.
Liðsmenn The Guard á Reykjavík Masters 2022 í Laugardalshöllinni. Ljósmynd/Lance Skundrich/Riot Games

Á fimmtudaginn fóru fram tvær viðureignir í útsláttarkeppni Masters Reykjavík. Nokkur bestu lið heimsins í Valorant komu til landsins til þess að keppa á mótinu.

Fyrri viðureign fimmtudagsins spiluðu Zeta Division og G2 klukkan 17:00. Í lok viðureignar var staðan 2:0 fyrir G2.

Seinni viðureign fimmtudagsins hófst klukkan 19:40 en þá spiluðu liðin Team Liquid og LOUD. Eftir gífurlega baráttu gengu liðsmenn LOUD af sviðinu sáttir með 2:1 sigur gegn Team Liquid.

Hér að neðan má horfa á myndband sem sýnir frá stemningunni í húsinu á fimmtudaginn.

Fjörið heldur áfram og áfram

Á föstudaginn mættust DRX og Paper Rex klukkan 17:00 í fyrri viðureign dagsins og spiluðu af hömuðust á lyklaborðinu. DRX vann viðureignina með 2:1 stiga sigri.

Í framhaldi mættust liðin OpTic Gaming og The Guard klukkan 20:00. Baráttan í þeirri viðureign var engu síðri en fyrri viðureign dagsins en staðan var einnig 2:1 í lok viðureignar en OpTic Gaming vann.

Hér að neðan má horfa á myndband sem sýnir frá stemningunni í Laugardalnum á föstudaginn.

Létu tap gærdagsins ekki trufla

Í gær spilaði Zeta Division gegn Team Liquid klukkan 17:00 og var umtalsverð spenna í Laugardalshöllinni. Bæði liðin spiluðu af kappi en Zeta Division hafði betur af og gekk af sviðinu eftir 2:1 sigur.

Seinni viðureign gærdagsins var spiluð af The Guard og Paper Rex klukkan 20:00. Paper Rex byrjaði af krafti þrátt fyrir tap dagsins áður en liðið vann The Guard með 2:0 sigri.

Í dag klukkan taka OpTic Gaming og DRX við boltanum og spila fyrri viðureignina sem hefst klukkan 17:00. 

Í framhaldi af því munu liðin LOUD og G2 Esports mætast klukkan 20:00 í Laugardalshöllinni og ljúka þessum keppnisdegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert