Spenntir fyrir Keisaraynju Tómsins

League of Legends.
League of Legends. Grafík/Riot Games

Leiðarvísir um hetjur innan League of Legends var birtur í vikunni, í honum kemur fram að þróunaraðilar muni endurbæta núverandi hetjur til þess að gera þær sanngjarnari. Auk þess segja þróunaraðilar stuttlega frá væntanlegri hetju, 160. hetju leiksins.

Nýja hetjan verður ferskur Void Jungler fyrir leikmenn, sem netverjar kalla „Keisaraynju Tómsins“  eða á ensku „Empress of the Void“.

Undirgefni lykilatriðið

Þróunaraðilar sögðu í leiðarvísinum að leikmenn muni þurfa að gefa sig á vald keisaraynjunnar til þess að gerast hluti af einhverju stærra. 

„Ekki voga þér að loka augunum! Hetjuteymið er með eitthvað í vændum,“ segir í leiðarvísinum.

„Eitthvað fallegt, eitthvað óumflýjanlegt, eitthvað fyrirsjáanlegt. Nýr bardagamaður fyrir alla jungle-leikmennina þarna úti. Ný keisaraynja til þess að gefa sig á vald... og þú munt gefa þig á vald“

Bera vitni um hennar sönnu fegurð

Þeir sem gefa sig á vald af fúsum og frjálsum vilja verða, samkvæmt færslunni, verðlaunaðir fyrir að gerast hluti af sífellt stækkandi Lavender Sea, og hrynja líkt og öldurnar þegar þær skella á óvini í varnarstöðu.

„Gefðu undan keisaraynjunni og leyfðu henni að nærast á kjarnanum þínum, svo þú megir verða partur af nýju þróun Runeterra. Og sem aukabónus, ef þú felur þig henni á vald, munt þú fá að bera vitni um hennar sanna glæsileika, hennar sönnu fegurð, og hið sanna andlit Tómsins.“

Velta Keisaraynjunni fyrir sér

Margir leikmenn eru nú þegar orðnir spenntir fyrir komu Keisaraynju Tómsins og spá fyrir um eiginleika hennar. Sumir trúa því að samkvæmt því sem stendur í leiðarvísinum, mun þessi nýja hetja vera fær um að yfirtaka líkama fallinna óvina og nærast á orku þeirra til þess að heila sjálfa sig.

Sem stendur er lítið annað hægt að gera en að bíða og sjá hvað Keisaraynjan hefur upp á að bjóða þegar þróunaraðilar birta fleiri upplýsingar eða gefa hana út. Enginn opinber útgáfudagur hefur verið gefinn út, en tilkynning um það mun berast von bráðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert