Tilkynna aftur um nýjan leik

Dying Light 2.
Dying Light 2. Grafík/Techland

Framleiðsluverið Techland er þekktast fyrir uppvakninga-tölvuleikjaröðina Dying Light, þá síðast Dying Light 2 sem kom út í febrúar og hefur gengið vel.

Framleiðsluverið hefur nú tilkynnt um nýjan leik sem verður ögn frábrugðinn öðrum leikjum. Sá leikur verður AAA-leikur sem gerist í opnum heimi, einskonar hasar- og hlutverkaleikur í ævintýralegum anda.

„Við erum mjög ánægð með það sem okkur hefur tekist að gera með Dying Light-röðina hingað til,“ segir framkvæmdastjóri Techland, Pawel Marchewka, í samtali við PC Gamer.

„Enn fremur, ferðalag okkar með Dying Light 2: Stay Human er rétt að hefjast á meðan við stefnum á að styðja við hann að lágmarki næstu fimm árin.“

Nýta reynslu fyrri ára

Þó að nóg sé um að vera í sambandi við Dying Light 2, þá er framleiðsluverið með fleira á prjónunum, og eins og fyrr var getið er nýr og stór tölvuleikur í bígerð hjá Techland.

„Á sama tíma, er markmið okkar að kynna til leiks glænýtt IP sem er ögn frábrugðin því sem við höfum verið að gera undanfarin ár. Við viljum skapa heila nýja kynslóð upplifunar,“ segir Marchewka.

„Nýtt ævintýri sem gerist í útbreiddum opnum heim, knúið áfram af þeim hæfileikum og reynslu sem við höfum öðlast sem teymi í gegnum árin, gætt nýjum hugmyndum, ástríðu og sköpunargleði.“

Marchewka sagðist ekki geta gefið upp nánari upplýsingar, en þess má geta að tilkynnt var um leikinn fyrst fyrir sex árum síðan. Áður en Dying Light 2 var opinberaður, heimildarmenn PC Gamer staðfesta að umræddur leikur sé sá sami og tilkynnt var um árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert