Vanguard gjaldfrjáls til spilunar

Call of Duty: Vanguard.
Call of Duty: Vanguard. Grafík/Activision Blizzard

Fjölspilunarhamurinn í Call of Duty: Vanguard er gjaldfrjáls til spilunar frá deginum í dag og fram að 24. maí.

Þeir sem hafa ekki keypt leikinn nú þegar geta því fengið að prófa hann og séð hvað hann hefur að bjóða, en þessi gjaldfrjálsi viðburður felur í sér öll kort leiksins. Kaupi leikmaður Vanguard eftir fríspilunarviðburðinn mun hann ekki glata árangri sínum innanleikjar.

Þess má geta að leikurinn er á afslætti á Battle.net og Microsoft-vefversluninni sem stendur.

 mbl.is