Tónlistarkona samdi lag á simsku

Tónlistarkonan Alice Longyo Gao talar reiprennandi simsku og gaf jafnframt …
Tónlistarkonan Alice Longyo Gao talar reiprennandi simsku og gaf jafnframt út lagið DTM á simsku. Skjáskot/YouTube/The Sims

Tónlistarkonan Alice Longyo Gao er kynnt til leiks í Þú Gerir Sims-röðinni, en hún samdi lag á simsku, en lagið verður aðgengilegt innan Sims 4 þann 25. maí.

The Sims-teymið heimsótti Gao og fengu að sjá hvar hún tekur upp tónlistina sína og spyrja hana spjörunum úr.

Talar reiprennandi simsku

Athygli vekur á að Gao svaraði á simsku og var aðeins rætt um tungumálakunnáttu hennar í myndbandinu af viðtalinu.

Hægt er að horfa á myndband frá heimsókn Sims til Gao hér að neðan, en í bloggfærslu frá Sims má einnig lesa opinbera viðtalið.

„Ef þú vilt eitthvað, þá skaltu trúa því innilega að þú eigir það skilið, þá muntu fá það,“ sagði Gao í samtali við The Sims.mbl.is