Íslendingar nálægt því að spila sig upp

Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch.
Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch. Grafík/Karl Vinther

Íslenska þjóðin á sterka leikmenn í tölvuleiknum Overwatch en landsliðið BMC, Beau Monde Cohort, hefur verið að gera góða hluti undanfarið.

Liðið hefur verið að keppa í Open Division-mótinu, en allt lítur út fyrir að liðið muni spila sig upp úr henni.

Mikilvægur leikur framundan

BMC, Beau Monde Cohort, hefur verið sigurstrangt og unnið sig hratt upp í mótinu, en liðið er aðeins einum leik frá því að komast upp í Contenders. 

Contenders-mótaröðin er sú stærsta á eftir Overwatch-League og jafnframt stökkpallur fyrir lið sem vilja komast í OWL (Overwatch League) og spila með þeim allra bestu. Er því óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan hjá Overwatch-samfélaginu.

Næsti leikur BMC fer fram á morgun klukkan 13:30, en þá keppir BMC gegn þýska liðinu Munich Esports Nemesis.

Að öllum líkindum Arnaldur Ingi „fuuthark“, liðsmaður BMC, streyma viðureigninni frá sínu sjónarhorni og þá á Twitch-rásinni fuuthark.

mbl.is