Fortnite, Rocket League og Fall Guys blandast saman

Fall Guys er gjaldfrjáls til spilunar á Epic Games.
Fall Guys er gjaldfrjáls til spilunar á Epic Games. Grafík/Mediatonic

Tölvuleikirnir Fortnite, Rocket League og Fall Guys hafa nú blandast saman með víxlverkefni Epic Games.

Viðburðurinn fer fram í Fall Guys og geta leikmenn unnið sér inn fjölda verðlauna á meðan honum stendur. 

Leikmenn geta tekist á við sérstakar Crown Clash-áskoranir og unnið sér inn verðlaun með því að sigrast á þeim. Verðlaunin innihalda meðal annars aukapakka eða hluti í tölvuleikjunum Fortnite og Rocket League.

Fall Guys gerðist nýlega gjaldfrjáls til spilunar í gegnum Epic Games og geta því allir tekið þátt í viðburðinum en hann stendur fram að 11. júlí.

mbl.is