Kærastan gekk inn á hann í bananabúningi

Birkir Fannar fer í saumana á efnissköpun í hlaðvarpsþættinum Tveir …
Birkir Fannar fer í saumana á efnissköpun í hlaðvarpsþættinum Tveir Loðnir. Skjáskot/YouTube/Tveir Loðnir

Í hlaðvarpsþættinum Tveir Loðnir eru ýmis vandamál leyst og er farið í saumana á þeim í viku hverri. Nýlega fengu þáttastjórnendurnir Óskar og Kristbergur til sín efnishöfundinn Birki Fannar en hann er einnig þekktur sem Leikjarinn.

Þá ræddu þeir efnissköpun ásamt því að fá hjá Birki ráðleggingar um slíkt og fjöldann allan af skemmtilegum sögum.

„Ég hef oft lent í því að vera í miðju atriði og kærastan kemur aðeins fyrr heim. Þá er ég kannski uppi í bananabúningi!“ segir Birkir Fannar við Tvo Loðna. 

Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni.

Áhorfendur trúðu ekki eigin augum

Birkir hefur lagt mikla áherslu á eldri tölvuleiki og hefur gjarnan sýnt mikið frá þeim í beinni útsendingu. Þá er vert að nefna að hann á stórt safn tölvuleikja og safnmuna í tengslum við þessar eldri kynslóðir tölvuleikja, sem oft á tíðum vekur upp nostalgíu meðal áhorfenda.

Í hlaðvarpsþættinum greinir hann meðal annars frá því að hann hafi oft þurft að standa upp frá skrifborðinu þegar hann er að streyma til þess að sýna áhorfendum ákveðna muni sem sjást í bakgrunninum. 

Þá hefur það verið vegna þess að áhorfendur hafa ekki trúað eigin augum, að hann eigi þessa hluti til.

Hægt er að fylgjast með Birki Fannari, Leikjaranum, á YouTube jafnt sem Twitch

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is