Riðlakeppnin hefst í dag

Engir áhorfendur eru þó á þessu móti.
Engir áhorfendur eru þó á þessu móti. Ljósmynd/BLAST

Keppnisárið í Counter-Strike hefst í dag með fyrsta móti ársins en það er BLAST Premier Spring Groups. Mótið fer fram í Kaupmannahöfn og eru 12 lið á þátttökulistanum.

Í verðlaunafé eru 180.000 bandaríkjadollarar og sex sæti eru laus á BLAST Premier Spring Final mótinu.

Mörg lið hafa gengið í gegnum breytingar núna milli tímabila og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar á mótinu. Má þar nefna Astralis sem fengu stjörnuna sína til baka frá Ninjas in Pyjamas sem fengu sömuleiðis unga vonarstjörnu til liðs við sig.

Hægt verður að fylgjast með mótinu á Twitch-síðu BLAST og hefst fyrsti leikur klukkan 14.00 að íslenskum tíma. 

Dagskráin næstu daga

Dagur 1:

  • Heroic gegn EG klukkan 14.00
  • Vitality gegn Astralis klukkan 17.30

Dagur 2:

  • FaZe gegn Complexity klukkan 11.00
  • Liquid gegn OG klukkan 14.00
  • G2 gegn BIG klukkan 17.30

Dagur 3:

  • Natus Vincere gegn Ninjas in Pyjamas klukkan 11.00

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is