Metfjöldi notenda og mikill hagnaður

Metfjöldi notenda.
Metfjöldi notenda. Ljósmynd/AFP

Stjórnendur Xbox birtu á dögunum tölur mánaðarins, tölurnar birtust degi fyrir birtingu áætlaða útgáfudaga frá leikjaframleiðendum Xbox og Bethesda.

Xbox er einn vinsælasti leikjatölvuframleiðandi heims og hefur verið í beinni baráttu við Sony á markaðnum.

Það sem breytti heilmiklu í rekstri Xbox var innleiðing Xbox Game Pass en áskriftin gefur spilurum tækifæri að spila stóra og dýra leiki fyrir lágt mánaðarlegt gjald. 

Uppsagnir í tæknigeiranum

Undanfarnar vikur hafa fréttir af uppsögnum hrannast inn en fyrirtæki virðast mörg vera taka til í rekstri sínum og leita á það ráð að segja upp starfsmönnum sínum.

Forstjóri Microsoft, Satya Nadella, greindi frá því í skýrslu sinni að mánaðarlegir notendur Xbox leikjatölvunnar fóru yfir 120 milljón notendur á síðasta mánuði og að aldrei hafi fleiri verið áskrifendur af Xbox Game Pass.

Þetta gæti verið tilkomið vegna nýlegs samstarfs Riot Games og Xbox en áskriftin gefur spilurum aðgang að efni í leikjum Riot Games, Valorant og League of Legends. 

Margir spennandi leikir eru á leiðinni fyrir Xbox og má þar nefna Forza bílaleikjaseríuna sem fær nýja viðbót á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert