Sainz á spítala til morguns

Sainz sendi þessa mynd af sér á tístinu (twitter).
Sainz sendi þessa mynd af sér á tístinu (twitter).

Carlos Sainz hjá Toro Rosso meiddist ekki í árekstrinum harða á lokæfingunni í Sotsjí og tók ekki þátt í tímatöku rússneska kappakstursins. Óljóst er hvort hann keppir á morgun.

Staðhæft er af hálfu Toro Rosso að Sainz hafi ekkert slasast en til öryggis hafi læknar ákveðið að halda honum á sjúkrahúsi til morguns til eftirlits með heilsu hans. Það sé fyrst og síðast varúðarráðstöfun.

Sainz var á botnferð er hann missti vald á bílnum á bremsusvæði við 13. beygju með þeim afleiðingum að hann skall á brautarvegg og grófst síðan inn í öryggisvegg.

Þrátt fyrir allt missti ökumaðurinn aldrei meðvitund en vegna þess hversu höggið var þungt gekkst Sainz undir allsherjar læknisskoðuna, m.a. var hann settur í skanna sem myndaði allan líkamann og líffæri hans. 

Síðar sendi Sainz svonefnt tíst af sjúkrabeðinu og sagðist vonast til að keppa á morgun. „Allt er í lagi, hafið engar áhyggjur,. Er að pæla í því hvernig ég eigi að sannfæra læknana um að leyfa mér að keppa á morgun,“ sagði í textanum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert