McLaren þreifar á Mercedes

Fernando Alonso við reynsluakstur McLarenbílsins í Barcelona 10. mars sl.
Fernando Alonso við reynsluakstur McLarenbílsins í Barcelona 10. mars sl. AFP

Eitthvað virðast liðsmenn McLaren orðnir þreyttir á getulítilli og endingarstuttri keppnisvélinni frá Honda en þriðja samstarfsár þeirra er að hefjast. Er því nú skrafað að McLaren sé farið að bera víurnar í Mercedes og reyna fá vélar þaðan á ný.

Forsvarsmenn Honda voru opinmynntir í aðdraganda bílprófana vetrarins og töldu sig með mun öflugri og betri vél en í fyrra. Kváðust þeir hafa tekið umtalsverða áhættu í hönnun og smíði nýrrar vélar.

Við æfingaaksturinn í Barcelona í byrjun mánaðarins varð hins vegar engin breyting á frá í fyrra og hitteðfyrra. Nýja Hondavélin reyndist bæði óáræðanleg og ekki samkeppnisfær við aðrar vélar.

McLaren mun í ljósiefasemda um að samstarfið við Honda beri ávöxt byrjað að líta í aðrar átti eftir vél. Hvorki fulltrúar Mercedes né McLaren hafa viljað tjá sig um það.

Í síðustu viku sagði liðsstjórinn Eric Boullier „alls engin áform“ um að hætta samstarfinu við Honda. Innanbúðarmenn segja þreifingarnar við Mercedes hafa verið óformlegar og stutar og ekki leitt til neinnar niðurstöðu, hvorki hjá McLaren né Mercedes. Hermt er að liðsstjórinn Toto Wolff sé útaf fyrir sig jákvæður fyrir því að leggja sínu fyrra samstarfsliði til vélar.

Hyggi McLaren á breytingar þarf liðið að finna leið út úr samningnum við Honda frá 2013.

mbl.is