73. ráspóllinn hjá Hamilton

Ráspóllinn sem Lewis Hamilton á Mercedes vann í Melbourne í morgun er sá 73. á ferli hans.

Einungis  Michael Schumacher hefur oftar unnið ráspól en Hamilton. Sebastian Vettel hefur 50 unnið.

Hamilton hefur keppni á morgun í sjöunda sinn af ráspól í Melbourne, þar af fimmta árið í röð. Er það einum pól betra en Ayrton Senna vann á sínum tíma í ástralska kappakstrinum í formúlu-1.

mbl.is