Hamilton heimsmeistari

Lewis Hamilton á ferð í kappakstrinum í Mexíkó.
Lewis Hamilton á ferð í kappakstrinum í Mexíkó. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes er heimsmeistari ökumanna í formúlu-1 í ár en til þess dugði honum að koma í mark í fjórða sæti í mexíkóska kappakstrinum, sem var að ljúka í þessu. Fyrstur í mark varð Max Verstappen á Red Bull.

Hamilton vildi greinilega vinna titilinn við aðrar aðstæður en þær að komast ekki á verðlaunapall. Hafði hann flest á hornum sér í akstrinum, fann að herfræðinni og ekki síður dekkjanotkuninni, en hann varð meira fyrir barðinu á hröðu dekkjasliti en helstu keppinautarnir.

Þetta er í annað sinn á árinu sem Verstappen fer með sigur, fyrra skiptið var í austurríska kappakstrinum í Spielberg. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og liðsfélagi hans Kimi Räikkönen þriðji.

Ráspólshafinn Daniel Ricciardo lét verulega að sér kveða á seinni helmingi kappakstursins og hélt Vettel alltaf úr skotfæri. Þegar um tugur hringja var eftir varð Ricciardo hins vegar að játa sig sigraðan vegna biluna. Féll hann þar með úr leik í sjöunda sinn á árinu. 

Ricciardo var svifaseinn í ræsingunni og missti bæði Verstappen og Hamilton fram úr sér. Fljótlega sigldi sá síðastnefndi á brott og átti Hamilton aldrei möguleika á að komast fram úr honum, sem hann reyndi þó á fyrsta hring.

Max Verstappen gengur inn á verðlaunapallinn í Mexíkó og tekur ...
Max Verstappen gengur inn á verðlaunapallinn í Mexíkó og tekur toppsætið, á milli ökumanna Ferrari. AFP
Lewis Hamilton fagnar titlinum í mótslok í Mexíkó.
Lewis Hamilton fagnar titlinum í mótslok í Mexíkó. AFP
Lewis Hamilton brá á leik á innhring kappakstursins í Mexíkó, ...
Lewis Hamilton brá á leik á innhring kappakstursins í Mexíkó, eftir að hafa unnið titil ökumanna í fimmta sinn. AFP
mbl.is