Hülkenberg á besta tíma vikunnar

Nico Hülkenberg stekkur úr bíl sínum undir lok æfingarinnar í …
Nico Hülkenberg stekkur úr bíl sínum undir lok æfingarinnar í dag. AFP

Nico Hülkenberg á Renault kórónaði fyrstu viku þróunaraksturs formúluliðanna í Barcelona með því að setja hraðasta hring vikunnar í dag.

Hülkenberg ók hringinn á 1:17,393 mínútum. Næstbesta hringinn átti Alexander Albon þróunarökumaður Toro Rosso, en  hann var 0,244 sekúndum lengur í förum. Hülkenberg stoppaði í miðri braut vegna bilunar er klukkustund var eftir og ók ekki meira þann daginn.
Daniel Ricciardo hjá Renault undirstrikaði svo hraða liðsfélaga síns með þriðja besta tíma dagsins, 1:17,785 mín. Setti hann báða ökumenn Mercedes afturfyrir sig, en þeir Valtteri Bottas og Lewis Hamilton óku öllu hraðar í dag en fyrstu þrjá dagana.

Charles Leclerc á Ferrari átti sjötta besta hringinn, 0,7 sekúndum hægari en topphringur Hülkenberg. Á eftir honum urðu Lando Norris á Williams, Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo, Romain Grosjean og Kevin Magnussen á Haas, Pierre Gasly á Red Bull (1,4 sekúndum frá topptíma dagsins), Lance Stroll á Racing Point og George Russell og Robert Kubica á Williams.

Nico Hülkenberg á ferð á Renaultinum í Barcelona.
Nico Hülkenberg á ferð á Renaultinum í Barcelona. AFP
Þegar klukkustund var eftir æfingarinnar í dag bilaði bíll Nico …
Þegar klukkustund var eftir æfingarinnar í dag bilaði bíll Nico Hülkenberg og ók hann ekki meir. AFP
Nico Hülkenberg á ferð á Renault í Barcelona.
Nico Hülkenberg á ferð á Renault í Barcelona. AFP
Alexander Albon á Toro Rosso í Barcelona.
Alexander Albon á Toro Rosso í Barcelona. AFP
Tælenski ökumaðurinn Alexander Albon á Toro Rosso í Barcelona.
Tælenski ökumaðurinn Alexander Albon á Toro Rosso í Barcelona. AFP
Daniel Ricciardo í Barcelona í dag.
Daniel Ricciardo í Barcelona í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert