Leclerc fór hraðast

Charles Leclerc ók vel í dag.
Charles Leclerc ók vel í dag. AFP

Charles Leclerc á Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sotsjí og liðsfélagi hans Sebastian Vettel náði næstbesta tímanum, en var 0,3 sekúndum lengur í förum.

Í sætum þrjú til tíu - í þessari röð - urðu Lewis Hamilton og Valtteri Bottas á Mercedes, Max Verstappen á Red Bull, Romain Grosjean á Haas, Alexander Albon á Red Bull, Nico Hülkenberg á Renault, Lando Norris á McLaren og Kevin Magnussen á Haas.

Verstappen, sem ók hraðast á seinni æfingunni í gær var nú 1,5 sekúndum lengur með hringinn en Leclerc.

Ferrarifákur Charles Leclerc speglast í glerveggjum bygginga við brautina í …
Ferrarifákur Charles Leclerc speglast í glerveggjum bygginga við brautina í Sotsjí á æfingunni í morgun. AFP
mbl.is