Viktor er hjá Tromsø

Viktor Karl Einarsson (8) í leik með 21 árs landsliðinu.
Viktor Karl Einarsson (8) í leik með 21 árs landsliðinu. mbl.is/Golli

Viktor Karl Einarsson, leikmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu og AZ Alkmaar í Hollandi, er kominn til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Tromsø.

Netmiðillinn itromso.no skýrði frá þessu í kvöld. Viktor er tvítugur miðjumaður og hefur verið í röðum AZ frá 2013 þegar hann kom þangað sextán ára gamall frá Breiðabliki. Hann leikur nú sitt annað tímabil með varaliði félagsins, Jong AZ, en liðið vann hollensku C-deildina í fyrra og spilar í B-deildinni í vetur.

Viktor hefur verið fastamaður í 21-árs landsliðinu í yfirstandandi undankeppni EM og skoraði tvö mörk í átta leikjum með liðinu á árinu 2017. Hann á  samtals að baki 30 leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert