Vantaði lítið upp á kraftaverkið

Graham Potter heilsar upp á Arsene Wenger í kvöld.
Graham Potter heilsar upp á Arsene Wenger í kvöld. AFP

„Ég er virkilega stoltur af leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Að spila eins og við gerðum á móti toppliði var magnað,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Östersund, sem gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal á útivelli í kvöld.

Þrátt fyrir sigurinn er Östersund úr leik í Evrópudeildinni eftir samanlagt 4:2-tap í tveimur leikjum. Arsenal vann fyrri leikinn í Svíþjóð, 3:0. 

„Við áttum möguleika í stöðunni 2:0 en það vantaði lítið upp á kraftaverkið. Fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar vorum við ekki síðri í heimaleiknum og það er afrek. Við lærðum mikið af þessari keppni og við getum verið stoltir,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert