Laudrup vill taka við Real Madrid

Real Madrid fagnar marki sem það hefur reyndar ekki gert …
Real Madrid fagnar marki sem það hefur reyndar ekki gert í síðustu fjórum leikjum. AFP

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Daninn Michael Laudrup hafi boðið fram krafta sína og sé reiðubúinn að taka að sér að þjálfaa Evrópumeistara Real Madrid fari svo að Julen Lopetegui þjálfari Real Madrid verði rekinn.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Real Madrid undir stjórn Lopetegui en hann tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið af Zinedine Zidane. Real Madrid hefur ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum og það sem meira er, það hefur ekki skorað mark í þessum fjórum leikjum.

Laudrup lék á árum áður með Real Madrid en hann spilaði með liðinu frá 1994-96 eftir að hafa verið í herbúðum Barcelona frá 1989-94. Laudrup hefur þó nokkra reynslu af þjálfun en hann hefur meðal annars þjálfað Bröndby, Getafe, Spartak Moskva, Mallorca og Swansea og hefur undanfarin ár þjálfað í Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert