Viðar Örn hættur í landsliðinu

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að hætta að leika með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Viðar greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni en Selfyssingurinn á að baki 19 leiki með því og hefur í þeim skorað 2 mörk. Hann var í landsliðshópnum í leikjunum á móti Frökkum og Svisslendingum á dögunum en kom ekkert við sögu í þeim.

„Elskaði hvert einasta augnablik með landsliðinu en nú er kominn tími á að hætta. Tími á næstu kynslóð. Þakka ykkur fyrir allt," segir Viðar Örn á Instagram-síðu sinni. Hann gekk til liðs við rússneska liðið Rostov í sumar frá ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv.

View this post on Instagram

Loved every moment i had with the national team but now it’s time to call it quit. Time for next generation! Thank u for everything ❤️

A post shared by vidarkjartans (@vidarkjartansson) on Oct 19, 2018 at 11:06pm PDT

mbl.is