Tilnefndir fyrir umfjöllun um íslenska knattspyrnu

Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undanfarin ár hefur orðið mörgu …
Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undanfarin ár hefur orðið mörgu erlendu fjölmiðlafólki innblástur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær erlendar heimildarmyndir um íslenska knattspyrnu, önnur kínversk og hin bresk, hafa verið tilnefndar til verðlauna á fyrstu verðlaunahátíð Alþjóðasamtaka íþróttafréttamanna, AIPS, sem verður haldin í Lausanne í Sviss 21. janúar.

Báðar eru þær í hópi þrettán heimildarmynda sem tilnefndar eru í flokknum „Video - Documentary“

Kínverjinn Hang Zaho frá Tencent Sports, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í Kína, er tilnefndur með mynd sína sem á íslensku myndi heita: „Hvernig kenna Íslendingar börnum sínum að spila fótbolta?"

Patrick Sung frá CNN er tilnefndur með mynd sína: „Strákarnir okkar (Our Boys): Iceland and the World Cup" 

Heimildarmynd Patrick Sung

Á hátíðinni verður fjölmiðlafólk heiðrað fyrir ýmsa þætti íþróttafjölmiðlunar svo sem ljósmyndun, greinaskrif, heimildamyndagerð, útvarpsþætti og blogg.

Allar tilnefningar fyrir hátíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert