Ætla sér þrjú stig á Íslandi

Armando Sadiku í leik gegn Ítalíu í undankeppni HM 2018.
Armando Sadiku í leik gegn Ítalíu í undankeppni HM 2018. AFP

Í dag kemur í ljós hvaða leikmenn verða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Tyrklandi 8. og 11. júní í undankeppni EM karla í knattspyrnu. Albanir ætla sér stóra hluti undir stjórn nýs þjálfara.

Ítalinn reynslumikli Edoardo Reja, sem meðal annars hefur stýrt Napoli, Lazio og Atalanta, tók við albanska landsliðinu af Christian Panucci sem var rekinn eftir 2:0-tap gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppninnar í mars.

Armando Sadiku, framherji Albaníu, segir að innkoma Reja hafi haft afar jákvæð áhrif á leikmannahópinn og Reja hefur sjálfur sagt að stefnan sé skýr um að komast á EM. Það sé aðeins Frakkland sem sé með áberandi sterkasta liðið í riðlinum, en þar eru ásamt Albaníu, Íslandi og Tyrklandi einnig lið Moldóvu og Andorra. Sadiku sat fyrir svörum á blaðamannafundi í vikunni og var spurður út í íslenska liðið:

„Liðið er mjög öflugt í háum sendingum. Úrslitin tala svo sínu máli, liðið er búið að fara á EM og HM. Reynslan er því til staðar. Ég spilaði einu sinni á móti þeim. Við verðum að gleyma þessum tveimur leikjum við þá og einbeita okkur að þessum leik. Andrúmsloftið er breytt og gott en við verðum að vera vel undirbúnir,“ sagði Sadiku. Leikirnir sem Sadiku vísar til voru í undankeppni HM 2014 en Ísland vann báða leikina 2:1.

Eins og fyrr segir ríkir ánægja með þjálfaraskiptin hjá Albaníu: „Það sem ég er ánægðastur með eru samskiptin við þjálfarann. Hann fær alla leikmenn til að líða eins og þeir séu mikilvægir. Hann fyllir menn sjálfstrausti og lætur menn halda að þeir muni spila. Hann vill að allur hópurinn sé 100% klár í slaginn. Við höfum æft okkur í 3-5-2 leikskipulagi. Við verðum að æfa vel og fara til Íslands til að ná í þrjú stig,“ sagði Sadiku.

Æfingahópur Albaníu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert