Á afskaplega kunnuglegum slóðum

Stina Blackstenius fagnar sigurmarki sínu gegn Kanada í gær.
Stina Blackstenius fagnar sigurmarki sínu gegn Kanada í gær. AFP

Svíþjóð og Bandaríkin tryggðu sér í gær sæti í 8-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta og miðað við söguna þá ætti það ekki að koma neinum á óvart. Bandaríkin hafa nú komist á þetta stig keppninnar í öll átta skiptin sem hún hefur verið haldin, en aðeins Þýskaland getur státað sig af því sama. Svíþjóð er svo komin í 8-liða úrslitin í sjötta sinn því liðið hefur aðeins tvívegis fallið úr keppni fyrir þau, árin 2007 og 2015.

Svíþjóð sló Kanada út í gær með 1:0-sigri þar sem Stina Blackstenius skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning Kosovare Asllani. Asllani fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir hendi um miðjan seinni hálfleik en Kanada tókst ekki að jafna metin því Hedvig Lindahl varði frábærlega frá Janine Beckie.

„Hún skaut þarna líka þegar við mættumst í Algarve-bikarnum [og skoraði, fyrr á árinu], en við vorum líka búin að afla okkar meiri upplýsinga. En svo veit maður náttúrulega aldrei, hún getur alltaf skipt um horn til að skjóta í,“ sagði Lindahl hógvær við C More eftir leik.

Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Þýskalands, tilkynnti í gær að hún myndi geta teflt hinni mögnuðu Dzsenifer Marozsan fram í leiknum við Svíþjóð þar sem að hún hefði jafnað sig eftir að hún brákaði bein í tá í fyrsta leik á mótinu.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert