Real Madrid með Neymar í sigtinu

Neymar í leik með Paris SG.
Neymar í leik með Paris SG. AFP

Real Madrid íhugar að gera tilboð í Brasilíumanninn Neymar en framtíð hans hjá franska meistaraliðinu Paris SG er í mikilli óvissu.

Forráðamenn Parísarliðsins hafa látið hafa eftir sér að Neymar geti yfirgefið félagið berist tilboð sem allir geta sætt sig við. Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, Barcelona, en spænskir fjölmiðlar greina frá því að Florentino Perez, æðsti prestur hjá Real Madrid, sé áhugasamur að fá Brasilíumanninn til Real Madrid í sumar.

Neymar yfirgaf Barcelona fyrir tveimur árum en hann lék fjögur tímabil með Katalóníuliðinu

mbl.is